Erlent

Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar

Bjarki Sigurðsson skrifar
E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum.
E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig

Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni.

Nauðgunin á að hafa átt sér stað í fataklefa í stórverslun á tíunda áratugnum en Trump hefur ávallt sagt Carroll vera að ljúga, hann þekki hana ekki einu sinni.

Nokkrum mánuðum eftir að bókin kom út höfðaði Carroll meiðyrðamál gegn Trump vegna ummæla hans um frásögnina í bókinni. Ekki er búið að afgreiða það mál.

Nýlega skrifaði ríkisstjóri New York, Kathy Hochul, undir reglugerðir sem gerir öllum fullorðnum fórnarlömbum nauðgunar eins árs glugga til að kæra meinta gerendur sína, burt séð frá því hvenær meint nauðgun átti sér stað.

The Guardian greinir frá því að Carroll vilji nýta sér þessa reglugerð og kæra Trump fyrir líkamsárás og að viljandi valda henni tilfinningalegri vanlíðan.

Roberta Kaplan, lögmaður Carroll, segir að þær muni leggja fram kæruna þann 24. nóvember næstkomandi þegar reglugerðin öðlast gildi. Hún vonast eftir því að hægt verði að dæma á sama tíma í báðum málum Carroll gegn Trump.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×