Innlent

Evrópu­málin varði mikil­væga hags­muni al­mennings

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar (t.v.) og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar (t.v.) og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2

Samfylkingin hefur aftur sett Evrópumálin í forgang með því að setja á dagskrá Alþingis umræðu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir málin varða mikilvæga hagsmuni almennings og fyrirtækja í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Evrópumálin ekki vera forgangsmál.

„Það er búið að vera alveg svakalega gaman að ræða þessi mál í dag, ég gleðst auðvitað yfir því þegar Evrópusambandssinnar vilja ræða þessi mál efnislega. Við höfum auðvitað góðan málstað að verja þar,“ segir Diljá.

Hún segist hafa vilja sjá meira en handfylli þingmanna taka þátt í umræðunum, „en áhuginn hafi bara ekki verið meiri,“ segir Diljá.

Logi segir þá þriðjung þingmanna vera búinn að tala í dag en Samfylkingin muni tala meira um Evrópumálin í vetur.

Aðspurður hvort hann haldi að málið nái fram að ganga segist Logi verða að hafa trú á því að, „flokkar, sama hvað þeim finnst efnislega um Evrópusambandið, vilji bara treysta þjóðinni til þess að taka þessa ákvörðun á endanum. Og Diljá hlýtur að styðja það,“ segir Logi.

Diljá segir ólíklegt að hún myndi tala gegn eigin sannfæringu og „greiði leið fyrir Evrópusambandsaðild með þessum hætti en sannarlega hlakka til að taka áfram þessa umræðu í þingsal,“ segir Diljá að endingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×