Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Kolbeinn Tumi Daðason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. september 2022 15:45 Vindmyllan féll með afli til jarðar. Vísir/Egill Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn eftir sex tilraunir. Aðgerðin tók átta klukkustundir. Aðgerðin í dag tók mun skemmri tíma, eða um tvo tíma. Vindmyllan virtist reyndar ætla að láta bíða eftir sér því ekki fór hún niður eftir fyrsta skurðinn í gegnum hana. Starfsmenn Hringrásar skáru þá meira í vindmylluna og beittu einnig tjakki, sem virðist hafa gert gæfumuninn, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan. Ingvar Jóel Ingvarsson, starfsmaður Hringrásar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hlupu burt þegar hún féll „Þetta gekk bara ágætlega. Við hefjum viljað vera búnir aðeins fyrr,“ sagði Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar, í viðtali við Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur, fréttamann okkar sem fylgdist með á vettvangi ásamt Agli Aðalsteinssyni, tökumanni. Sjá mátti starfsmenn Hringrásar hlaupa í burtu frá vindmyllunni þegar hún byrjaði að falla. Sigmar telur líklegt að rokið á vettvangi hafi mögulega tafið eitthvað fyrir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Það er mjög líklegt að það hafi gert það að verkum að hún féll ekki strax í byrjun, vindurinn. Við það að fá tjakkinn undir þá skipti það máli.“ Um 60 tonn af stáli liggja nú á jörðinni við Þykkvabæ. Starfsmenn Hringrásar munu hefjast handa á eftir við að brytja hana niður. Stálið verður flutt til Reykjavíkur og þaðan erlendis til endurvinnslu. Hér að neðan má sjá þegar fyrri vindmyllan féll loks í sjöttu tilraun í janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tvær vindmyllur hafa staðið við Þykkvabæ í tæpan áratug en þær eyðilögðust báðar í bruna, önnur árið 2017 og hin um síðustu áramót. Önnur þeirra var sprengd niður af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar 4. janúar síðastliðinn eftir sex tilraunir. Aðgerðin tók átta klukkustundir. Aðgerðin í dag tók mun skemmri tíma, eða um tvo tíma. Vindmyllan virtist reyndar ætla að láta bíða eftir sér því ekki fór hún niður eftir fyrsta skurðinn í gegnum hana. Starfsmenn Hringrásar skáru þá meira í vindmylluna og beittu einnig tjakki, sem virðist hafa gert gæfumuninn, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan. Ingvar Jóel Ingvarsson, starfsmaður Hringrásar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hlupu burt þegar hún féll „Þetta gekk bara ágætlega. Við hefjum viljað vera búnir aðeins fyrr,“ sagði Sigmar Eðvardsson, einn eigenda Hringrásar, í viðtali við Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur, fréttamann okkar sem fylgdist með á vettvangi ásamt Agli Aðalsteinssyni, tökumanni. Sjá mátti starfsmenn Hringrásar hlaupa í burtu frá vindmyllunni þegar hún byrjaði að falla. Sigmar telur líklegt að rokið á vettvangi hafi mögulega tafið eitthvað fyrir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Það er mjög líklegt að það hafi gert það að verkum að hún féll ekki strax í byrjun, vindurinn. Við það að fá tjakkinn undir þá skipti það máli.“ Um 60 tonn af stáli liggja nú á jörðinni við Þykkvabæ. Starfsmenn Hringrásar munu hefjast handa á eftir við að brytja hana niður. Stálið verður flutt til Reykjavíkur og þaðan erlendis til endurvinnslu. Hér að neðan má sjá þegar fyrri vindmyllan féll loks í sjöttu tilraun í janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46