Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2022 10:48 Lozos hafði áður prófað að baka rúgbrauð í ofni en vildi prófa nýja aðferð. Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Lozos hefur starfað mikið hér á landi vegna eldgosanna á Reykjanesskaga og fékk þá að smakka á rúgbrauði. Hann hafði áður reynt að baka hið ljúffenga íslenska rúgbrauð í ofni en vildi prófa að nýta sér annan orkugjafa. Today's "oven" is a 2016 Honda HR-V. It is dark gray, and the interior is black. It gets very hot in there, in general.I moved it from my usual covered parking place onto an unshaded, east-west-oriented street, to maximize the sunlight it gets today. pic.twitter.com/fYH4V9fWnB— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Hann ákvað því að nýta sér þann hita sem myndast inni í bíl hans í Kaliforníu-ríki en hitastigið náði allt að 46 gráðum í gær þar að sögn Julian. Hann deildi baksturssögu sinni á Twitter í gærkvöldi. Í verkið notaði Lozos pott sem heldur vel hita og setti plastfilmu yfir deigið til að passa upp á það að gufan færi ekki úr pottinum. Hann lagði bílnum sínum á sólríkum stað klukkan ellefu í gærmorgun en þá var tæplega 37 stiga hiti úti. Aðeins þrjátíu mínútum síðar var hitastigið orðið 40 gráður og á mælaborðinu, þar sem baksturinn fór fram, var hitinn 54 gráður. Svona leit deigið út eftir rúmlega tveggja tíma bakstur. Lozos ákvað að fylgjast með bakstrinum á tveggja tíma fresti en eftir tvo klukkutíma voru komnar loftbólur í deigið og það byrjað að rísa og flæða næstum því úr pottinum. Hitinn á mælaborðinu var þá kominn í 86,5 gráður. Tveimur tímum síðar var staðan sú sama. Eftir þetta fór hitastigið að lækka og tveimur tímum síðar var mælaborðið í 71 gráðu. Hitastigið úti var þó enn yfir fjörutíu gráðum. 1:30 PM PDT.The dough has risen and bubbled, to the point where it has overflowed into the plastic wrap.The dashboard itself clocked in at 187.7°F/86.5°C.Air inside the car was in the 165°F/73.9°C range.Outside temps fluctuated as traffic passed, between 111-115°F/44-46°C. pic.twitter.com/ObrDDUBJ5J— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Klukkan hálf átta að kvöldi til var hitinn kominn niður í 35 gráður og stutt í að sólin færi að hverfa. Hann ákvað því að færa bílinn og hefja upphitun brauðsins aftur daginn eftir. Sjö klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og í Kaliforníu og er klukkan tæplega fjögur að nóttu til þar þegar þetta er skrifað. Hann segir að baksturinn taki á bilinu átta til 24 klukkustundir en í gær var deigið í bílnum í rúmar átta klukkustundir. Lozos segist þó stefna á að baka það í 24 tíma svo það sé alveg eins og þegar það er bakað ofan í jörðinni á jarðhitasvæðum hér á landi. Bandaríkin Matur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Lozos hefur starfað mikið hér á landi vegna eldgosanna á Reykjanesskaga og fékk þá að smakka á rúgbrauði. Hann hafði áður reynt að baka hið ljúffenga íslenska rúgbrauð í ofni en vildi prófa að nýta sér annan orkugjafa. Today's "oven" is a 2016 Honda HR-V. It is dark gray, and the interior is black. It gets very hot in there, in general.I moved it from my usual covered parking place onto an unshaded, east-west-oriented street, to maximize the sunlight it gets today. pic.twitter.com/fYH4V9fWnB— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Hann ákvað því að nýta sér þann hita sem myndast inni í bíl hans í Kaliforníu-ríki en hitastigið náði allt að 46 gráðum í gær þar að sögn Julian. Hann deildi baksturssögu sinni á Twitter í gærkvöldi. Í verkið notaði Lozos pott sem heldur vel hita og setti plastfilmu yfir deigið til að passa upp á það að gufan færi ekki úr pottinum. Hann lagði bílnum sínum á sólríkum stað klukkan ellefu í gærmorgun en þá var tæplega 37 stiga hiti úti. Aðeins þrjátíu mínútum síðar var hitastigið orðið 40 gráður og á mælaborðinu, þar sem baksturinn fór fram, var hitinn 54 gráður. Svona leit deigið út eftir rúmlega tveggja tíma bakstur. Lozos ákvað að fylgjast með bakstrinum á tveggja tíma fresti en eftir tvo klukkutíma voru komnar loftbólur í deigið og það byrjað að rísa og flæða næstum því úr pottinum. Hitinn á mælaborðinu var þá kominn í 86,5 gráður. Tveimur tímum síðar var staðan sú sama. Eftir þetta fór hitastigið að lækka og tveimur tímum síðar var mælaborðið í 71 gráðu. Hitastigið úti var þó enn yfir fjörutíu gráðum. 1:30 PM PDT.The dough has risen and bubbled, to the point where it has overflowed into the plastic wrap.The dashboard itself clocked in at 187.7°F/86.5°C.Air inside the car was in the 165°F/73.9°C range.Outside temps fluctuated as traffic passed, between 111-115°F/44-46°C. pic.twitter.com/ObrDDUBJ5J— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Klukkan hálf átta að kvöldi til var hitinn kominn niður í 35 gráður og stutt í að sólin færi að hverfa. Hann ákvað því að færa bílinn og hefja upphitun brauðsins aftur daginn eftir. Sjö klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og í Kaliforníu og er klukkan tæplega fjögur að nóttu til þar þegar þetta er skrifað. Hann segir að baksturinn taki á bilinu átta til 24 klukkustundir en í gær var deigið í bílnum í rúmar átta klukkustundir. Lozos segist þó stefna á að baka það í 24 tíma svo það sé alveg eins og þegar það er bakað ofan í jörðinni á jarðhitasvæðum hér á landi.
Bandaríkin Matur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira