Óskar Hrafn: „Horfi ekki lengra en í næsta leik fyrir norðan“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. september 2022 22:16 Óskar Hrafn er mögulega að fá einhverja snilldar hugmynd á hliðarlínunni í leik liðanna í kvöld. Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson sveif ekki upp til skýjanna í gleði sinni þrátt fyrir að lið hans, Breiðablik, hafi náð 11 stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Val í 20. umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
„Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira