Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2022 12:01 Serena Williams hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik í tennis. EPA-EFE/JASON SZENES Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. Eftir að hafa slagið Danka Kovinic og Anett Kontaveit úr í fyrstu tveimur umferðum mótsins var talið að mögulega gæti Serena endað ferilinn með því að vinna 24. meistaratitilinn (í einliðaleik) á ferlinum. Ajla Tomljanovic er hins vegar greinilega ekki hrifin af ævintýrum og sló Serenu úr leik eftir hörku viðureign sem tók alls þrjá tíma að klára. Tomljanovic vann fyrsta settið 75, Serena vann annað sett 7-6 en Tomljanovic kom til baka og vann síðasta settið 6-1. „Takk fyrir öll, þið voruð frábær. Ég reyndi. Takk pabbi, ég veit þú ert að horfa. Takk mamma. Ég vil þakak öllum sem eru hér og hafa staðið við bakið á mér í svo mörg ár, bókstaflega áratugi. Þetta byrjaði allt með foreldrum mínum og þau eiga allt gott skilið, ég er mjög þakklát fyrir þeirra hjálp,“ sagði Serena í tilfinningaþrunginni ræðu eftir á. Legend. #ThankYouSerena | @WTA | @usopen pic.twitter.com/ACYmer7qjY— ATP Tour (@atptour) September 3, 2022 „Ég væri ekki Serena ef það væri engin Venus, svo takk fyrir mig Venus. Þetta var fjör,“ bætti hún við. Að endingu var hún spurð hvort það væri annar kafla í Serenus-sögunni: „Ég held ekki en maður veit aldrei.“ Serena Williams er 40 ára gömul og vann samtals 24 meistaratitla í einliða leik á ferli sínum sem hófst árið 1995. Alls vann hún 73 titla í einliðaleik á ferli sínum sem og 23 í tvíliða leik. Tennis Tímamót Bandaríkin Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sjá meira
Eftir að hafa slagið Danka Kovinic og Anett Kontaveit úr í fyrstu tveimur umferðum mótsins var talið að mögulega gæti Serena endað ferilinn með því að vinna 24. meistaratitilinn (í einliðaleik) á ferlinum. Ajla Tomljanovic er hins vegar greinilega ekki hrifin af ævintýrum og sló Serenu úr leik eftir hörku viðureign sem tók alls þrjá tíma að klára. Tomljanovic vann fyrsta settið 75, Serena vann annað sett 7-6 en Tomljanovic kom til baka og vann síðasta settið 6-1. „Takk fyrir öll, þið voruð frábær. Ég reyndi. Takk pabbi, ég veit þú ert að horfa. Takk mamma. Ég vil þakak öllum sem eru hér og hafa staðið við bakið á mér í svo mörg ár, bókstaflega áratugi. Þetta byrjaði allt með foreldrum mínum og þau eiga allt gott skilið, ég er mjög þakklát fyrir þeirra hjálp,“ sagði Serena í tilfinningaþrunginni ræðu eftir á. Legend. #ThankYouSerena | @WTA | @usopen pic.twitter.com/ACYmer7qjY— ATP Tour (@atptour) September 3, 2022 „Ég væri ekki Serena ef það væri engin Venus, svo takk fyrir mig Venus. Þetta var fjör,“ bætti hún við. Að endingu var hún spurð hvort það væri annar kafla í Serenus-sögunni: „Ég held ekki en maður veit aldrei.“ Serena Williams er 40 ára gömul og vann samtals 24 meistaratitla í einliða leik á ferli sínum sem hófst árið 1995. Alls vann hún 73 titla í einliðaleik á ferli sínum sem og 23 í tvíliða leik.
Tennis Tímamót Bandaríkin Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sjá meira