Finnskir blaðamenn sakaðir um landráð neita sök Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2022 13:47 Frá Helsinki í Finnlandi. Sergi Reboredo/VW PICS/Universal Images Group via Getty Images) Réttarhöld yfir þremur finnskum blaðamönnum sem sakaðir eru um að hafa opinberað ríkisleyndarmál Finnlands hófust í Helsinki í dag. Þeir neita sök. Árið 2017 birti Helsingin-Sanomat, stærsta dagblað Finnlands, grein um starfsemi leyniþjónustu finnska hersins. Greinin bar titilinn „Leyndasti staður Finnlands“ og varpaði ljósi á staðsetningu og starfsemi leyniþjónustunnar. Áður en umfjöllunin birtist hafði lítið verið fjallað um starfsemi stofnunarinnar í finnskum fjölmiðlum Í frétt Reuters kemur fram að umfjöllunin hafi birst á sama tíma og finnska þingið rökræddi hvort auka ætti heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með stafrænum samskiptum. Sakaðir um að fremja landráð með því að birta ríkisleyndarmál Ákæruvaldið segir að umfjöllunin hafi meðal annars verið byggð á gögnum sem merkt hafi verið sem trúnaðarmál og innihaldið ríkisleyndarmál. Með því að opinbera ríkisleyndarmál hafi blaðamennirnir framið landráð. Eru blaðamennirnir sem skrifuðu greinina, Laura Halmista og Tuomo Pietiläistä, sakaðir um að hafa framið landráð með því að hafa opinberað ríkisleyndarmál með umfjölluninni. Þar að auki er þáverandi yfirmaður þeirra, Kalle Silfverberg, sakaður um aðild að málinu. Sanomatalo byggingin í Helsinki, höfuðstöðvar Helsingin-Sanomat og tengdra miðla.EPA/MAURITZ ANTIN Undirbúningsréttarhöld vegna málsins hófust fyrir dómstóli í Helsinki í dag. Þau fela í sér að farið verður yfir gögn málsins og framhald þess afráðið. Sakborningar hafa öll neitað sök en þau voru ekki viðstödd réttarhöldin í dag. Aðalmeðferð málsins fer fram í september. Vilja að umfjölluninni sé eytt af netinu Í frétt Helsingin-Sanomat um réttarhöldin í dag kemur fram að saksóknari hafi farið fram á minnst eins og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir blaðamennina. Þá er þess krafist að fjölmiðillinn eyði umræddri umfjöllun af vef blaðsins. Hanne Aho, formaður finnska blaðamannafélagsins segir að málið eigi sér ekki fordæmi í sögu Finnlands. Það sé algjörlega einstætt að finnskir blaðamenn hafi verið sakaðir um landráð. Segir hún það bagalegt að almenningur hafi fengið lítinn aðgang að upplýsingum um málið. Þá telur hún mikilvægt að dómstólinn skýri á hvaða grundvelli megi takmarka tjáningarfrelsi verði blaðamennirnir fundnir sekir. Segir hverja einustu setninga byggja á upplýsingum sem þegar hafi verið aðgengilegar almenningi Kaius Niemi, aðalritsjóri Helsingin Sanomat, sem sjálfur lá undir grun í málinu á fyrri stigum þess, er brattur í viðtali við Reuters vegna málsins. Segir hann að blaðið geti sýnt fram á að hver einasta setning umræddrar umfjöllunar megi byggja á upplýsingum sem þegar hafi mátt finna á netinu eða í bókum á þeim tíma sem umfjöllunin var birt. „Upplýsingar sem eru þegar aðgengilegar almenningi geta ekki verið trúnaðarmál,“ er haft eftir Niemi á vef Reuters. Finnland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Árið 2017 birti Helsingin-Sanomat, stærsta dagblað Finnlands, grein um starfsemi leyniþjónustu finnska hersins. Greinin bar titilinn „Leyndasti staður Finnlands“ og varpaði ljósi á staðsetningu og starfsemi leyniþjónustunnar. Áður en umfjöllunin birtist hafði lítið verið fjallað um starfsemi stofnunarinnar í finnskum fjölmiðlum Í frétt Reuters kemur fram að umfjöllunin hafi birst á sama tíma og finnska þingið rökræddi hvort auka ætti heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með stafrænum samskiptum. Sakaðir um að fremja landráð með því að birta ríkisleyndarmál Ákæruvaldið segir að umfjöllunin hafi meðal annars verið byggð á gögnum sem merkt hafi verið sem trúnaðarmál og innihaldið ríkisleyndarmál. Með því að opinbera ríkisleyndarmál hafi blaðamennirnir framið landráð. Eru blaðamennirnir sem skrifuðu greinina, Laura Halmista og Tuomo Pietiläistä, sakaðir um að hafa framið landráð með því að hafa opinberað ríkisleyndarmál með umfjölluninni. Þar að auki er þáverandi yfirmaður þeirra, Kalle Silfverberg, sakaður um aðild að málinu. Sanomatalo byggingin í Helsinki, höfuðstöðvar Helsingin-Sanomat og tengdra miðla.EPA/MAURITZ ANTIN Undirbúningsréttarhöld vegna málsins hófust fyrir dómstóli í Helsinki í dag. Þau fela í sér að farið verður yfir gögn málsins og framhald þess afráðið. Sakborningar hafa öll neitað sök en þau voru ekki viðstödd réttarhöldin í dag. Aðalmeðferð málsins fer fram í september. Vilja að umfjölluninni sé eytt af netinu Í frétt Helsingin-Sanomat um réttarhöldin í dag kemur fram að saksóknari hafi farið fram á minnst eins og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir blaðamennina. Þá er þess krafist að fjölmiðillinn eyði umræddri umfjöllun af vef blaðsins. Hanne Aho, formaður finnska blaðamannafélagsins segir að málið eigi sér ekki fordæmi í sögu Finnlands. Það sé algjörlega einstætt að finnskir blaðamenn hafi verið sakaðir um landráð. Segir hún það bagalegt að almenningur hafi fengið lítinn aðgang að upplýsingum um málið. Þá telur hún mikilvægt að dómstólinn skýri á hvaða grundvelli megi takmarka tjáningarfrelsi verði blaðamennirnir fundnir sekir. Segir hverja einustu setninga byggja á upplýsingum sem þegar hafi verið aðgengilegar almenningi Kaius Niemi, aðalritsjóri Helsingin Sanomat, sem sjálfur lá undir grun í málinu á fyrri stigum þess, er brattur í viðtali við Reuters vegna málsins. Segir hann að blaðið geti sýnt fram á að hver einasta setning umræddrar umfjöllunar megi byggja á upplýsingum sem þegar hafi mátt finna á netinu eða í bókum á þeim tíma sem umfjöllunin var birt. „Upplýsingar sem eru þegar aðgengilegar almenningi geta ekki verið trúnaðarmál,“ er haft eftir Niemi á vef Reuters.
Finnland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira