Við hefjum leik í Keflavík klukkan 17:50 þar sem heimakonur taka á móti Selfyssingum í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport og að honum loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem verður farið yfir allt það helsta úr leiknum.
Klukkan 18:50 er svo komið að seinni viðureign Trabzonspor og FCK í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Stöð 2 Sport 2. Íslendingalið FCK vann fyrri leik liðanna 2-1 og er því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins.
TOUR Championship - Charity Challenge á PGA-mótaröðinni ó golfi er svo á dagskrá á Stöð 2 Golf klukkan 19:00 áður en Babe Patrol verður með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport.