Innlent

Bein útsending: Kristrún tilkynnir framboð til formanns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristrún Frostadóttir verður einn yngsti formaður stjórnmálaflokks hér á landi frá upphafi nái hún kjöri í kosningunum í haust.
Kristrún Frostadóttir verður einn yngsti formaður stjórnmálaflokks hér á landi frá upphafi nái hún kjöri í kosningunum í haust.

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar boðar til opins fundar í Iðnó klukkan 16 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Kristrún að tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins.

ATH: Áætlað er að fundurinn hefjist um klukkan 16:10.

Kristrún er 34 ára íslenskur hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar síðan í kosningunum haustið 2021. Logi Einarsson, fráfarandi formaður, ætlar ekki að gefa áfram kost á sér til formanns. Hann vill öðruvísi týpu í brúna hjá flokknum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist ekki ætla í formannsslag. Enginn hefur boðað framboð til formanns að Kristrúnu frátaldri.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér að neðan og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.

Klippa: Krist­rún til­kynnir fram­boð til formanns Samylkingar

„Frá því að ég var kjörin á Alþingi hef ég haldið fjölda opinna funda vítt og breitt um landið. Ég vil sækja mér efnivið og innblástur beint til fólksins sem ég starfa fyrir. Það er ekki gert úr ræðustól heldur með samtölum í augnhæð.“

Síðastliðið vor fór Kristrún í fundaferð um landið og hélt 37 fundi með fólki í heimabyggð þess undir yfirskriftinni Samræða um framtíðina.

„En fundurinn í dag verður með öðru sniði. Ég hef notað sumarið í íhugun og samtöl um stöðuna í stjórnmálunum. Nú vil ég segja frá hvernig ég tel að megi endurvekja von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur. Og hvernig ég tel að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum með því að leggja ofuráherslu á kjarnamálin og með því að ná aftur virkari tengingu við fólkið í landinu.“


Tengdar fréttir

Boðar form­lega til opins fundar klukkan 16

Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar.

Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.