Sport

Anton Sveinn synti sig inn í úrslit

Hjörvar Ólafsson skrifar
Anton Sveinn McKee keppir til úrslita á Evrópumótinu á morgun. 
Anton Sveinn McKee keppir til úrslita á Evrópumótinu á morgun.  Vísir/Getty

Anton Sveinn McKee synti í dag í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu sem fram fer í Rómarborg á Ítalíu. Anton Sveinn synti á sjötta besta tímanum í undanúrslitum og keppir þar af leiðandi í úrslitum mótsins þrátt fyrir að vera nokkuð frá sínum besta tíma. 

Anton Sveinn synti á tímanum 2:11,47 en hann hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli. Hann keppir til úrslita um klukkan 17.00 á morgun.  

Fyrir mótið fékk Anton Sveinn matareitrun og sleppti af þeim sökum að keppa í 100 metra bringusundi eins og hann ætlaði sér að gera. 

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti á tímanum 2:01,70 í undanúrslitum í 200 metra bringusundi en það dugði henni ekki til þess að komast í úrslitasundið. Snæfríður Sól bætti þó tíma sinn frá undanrásum á mótinu. 

 

Snæfríður Sól Jórunnardóttir náði ekki að tryggja sér farseðil í úrslitasundið. Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.