Íslenski boltinn

Þriðji sigur Þórsara í röð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði glæsimark.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði glæsimark. Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson

Þór Akureyri vann 1-0 sigur á Vestra í síðasta leik 15. umferð í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Austankonur lögðu þá Grindavík í Lengjudeild kvenna.

15. umferðin karlamegin kláraðist í dag er Þór tók á móti Vestra á Akureyri. Þar skoraði Bjarni Guðjón Brynjólfsson glæsimark til að tryggja heimamönnum sigurinn.

Hann fékk þá boltann á eigin vallarhelmingi og hljóp alla leið að vítateig Vestra áður en hann skaut boltanum í stöng og inn.

Þór var að vinna sinn þriðja leik í röð en fyrir þá hrinu hafði liðið aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tólf í deildinni. Þórsarar fara upp fyrir Kórdrengi í töflunni og eru með 20 stig í 8. sæti en Vestri er með 22 stig sæti ofar.

Í Lengjudeild kvenna var einnig einn leikur á dagskrá. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann þar öruggan 3-0 sigur á liði Grindavíkur í Fjarðabyggðarhöllinni. Ainhoa Porcel, Heidi Giles og Yolanda Rosello skoruðu mörk liðsins í leiknum.

Austfirðinga eru með 24 stig í fjórða sæti deildarinnar, fjórum frá Tindastóli í þriðja og fimm á eftir HK í öðru sæti. Grindavík er með ellefu stig í áttunda sæti, en er með sjö stiga forskot á Fjölni og Hauka sem eru í neðstu sætunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.