Innlent

Byrja að sekta ökumenn við Suður­strandar­veg

Bjarki Sigurðsson skrifar
Nokkrir ferðamenn slösuðust við göngu í átt að gosstöðvunum í gær og í nótt.
Nokkrir ferðamenn slösuðust við göngu í átt að gosstöðvunum í gær og í nótt. Vísir/Vilhelm

Alls lögðu 4.666 einstaklingar leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að einstaka ferðamenn hafi slasast á leið sinni.

Fólki er bent á að fara leið A en það er sú leið sem viðbragðsaðilar mæla með. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega.

„Lögregla varar fólk við að dvelja nálægt gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningunni.

Göngumönnum er bent á að klæða sig eftir veðri, taka með sér nesti og fullhlaðna farsíma. Sé gengið að kvöldi til er gott að taka með sér höfuðljós.

Frá og með deginum í dag mun lögregla sekta þá sem leggja ólöglega við Suðurstrandarveg en bílum skal lagt í vel merktum bílastæðum sem samkvæmt tilkynningunni ættu ekki að fara fram hjá neinum.

Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð og þykir lögreglu líklegt að svæðinu verði lokað einhvern hluta dagsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.