Alvöru svar hjá Anníe Mist og félögum í gær: Tóku risastökk í töflunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 09:32 Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar sýndu úr hverju þau eru gerð í gær. Instagram/@anniethorisdottir Lið CrossFit Reykjavíkur átti erfiðan fyrsta dag á heimsleikunum í CrossFit en þau sýndu úr hverju þau voru gerð á öðrum keppnisdeginum í gær. Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði um vonbrigði fyrsta dagsins á Instagram síðu sinni og að nú væru þau búin að taka út nýliðamistökin. Liðið lét síðan verkin tala í tveimur tengdum greinum gærdagsins. CrossFit Reykjavík náði fjórða sæti í lyftingagreininni og svo þriðja sæti í hlaupagreininni. Upp um tólf sæti Anníe Mist skipar liðið ásamt þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Þetta er í fyrsta sinn sem Anníe keppir í liðakeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Öll þessi stig í gær komu liðinu upp um tólf sæti og Anníe Mist og félagar sitja nú í fimmta sæti eftir fjórar greinar. Hún var líka mjög sátt með daginn. „Þetta var stórkostlegur dagur. Ein besta tilfinningin fyrir keppnismann er að leggja mikla vinnu á sig til að bæta sig í einhverju og uppskera síðan fyrir liðið sitt eins og gerðist í dag,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram. Anníe Mist stolt „Við höfum eytt ófáum klukkutímunum á hlaupabrettinu, hlaupabrautinni og það borgaði sig. Ég er stolt af sjálfri mér og ég er stolt af liðinu mínu,“ skrifaði Anníe. „Þrír dagar eftir og við leggjum allt þetta á okkur fyrir svona daga,“ skrifaði Anníe. CrossFit Reykjavík er með 292 stig en efsta liðið er CrossFit Oslo Navy Blue með 367 stig. CrossFit Invictus er í öðru sæti með 355 stig en í þriðja sæti eru síðan ríkjandi meistarar í CrossFit Mayhem Freedom með 352 stig. Í fjórða sætinu koma síðan CrossFit Mayhem Independence með 319 stig. Mikil spenna á toppnum Spennan er mikil enda munar litlu á efstu þremur liðunum. Þau vita síðan að íslenska liðið ætlar ekki að gefast upp strax og endurkoman í gær lofar góðu fyrir krefjandi þrjá daga sem bíða. Þessi góði dagur í gær breytir öllu fyrir íslenska liðið í baráttunni fyrir að komast inn á verðlaunapallinn í mótslok. Annar slakur dagur hefði nánast gert um slíkar vonir en þó að það séu enn 60 stig í þriðja sætið þá lið CrossFit Reykjavík búið að stimpla sig inn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði um vonbrigði fyrsta dagsins á Instagram síðu sinni og að nú væru þau búin að taka út nýliðamistökin. Liðið lét síðan verkin tala í tveimur tengdum greinum gærdagsins. CrossFit Reykjavík náði fjórða sæti í lyftingagreininni og svo þriðja sæti í hlaupagreininni. Upp um tólf sæti Anníe Mist skipar liðið ásamt þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Þetta er í fyrsta sinn sem Anníe keppir í liðakeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Öll þessi stig í gær komu liðinu upp um tólf sæti og Anníe Mist og félagar sitja nú í fimmta sæti eftir fjórar greinar. Hún var líka mjög sátt með daginn. „Þetta var stórkostlegur dagur. Ein besta tilfinningin fyrir keppnismann er að leggja mikla vinnu á sig til að bæta sig í einhverju og uppskera síðan fyrir liðið sitt eins og gerðist í dag,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram. Anníe Mist stolt „Við höfum eytt ófáum klukkutímunum á hlaupabrettinu, hlaupabrautinni og það borgaði sig. Ég er stolt af sjálfri mér og ég er stolt af liðinu mínu,“ skrifaði Anníe. „Þrír dagar eftir og við leggjum allt þetta á okkur fyrir svona daga,“ skrifaði Anníe. CrossFit Reykjavík er með 292 stig en efsta liðið er CrossFit Oslo Navy Blue með 367 stig. CrossFit Invictus er í öðru sæti með 355 stig en í þriðja sæti eru síðan ríkjandi meistarar í CrossFit Mayhem Freedom með 352 stig. Í fjórða sætinu koma síðan CrossFit Mayhem Independence með 319 stig. Mikil spenna á toppnum Spennan er mikil enda munar litlu á efstu þremur liðunum. Þau vita síðan að íslenska liðið ætlar ekki að gefast upp strax og endurkoman í gær lofar góðu fyrir krefjandi þrjá daga sem bíða. Þessi góði dagur í gær breytir öllu fyrir íslenska liðið í baráttunni fyrir að komast inn á verðlaunapallinn í mótslok. Annar slakur dagur hefði nánast gert um slíkar vonir en þó að það séu enn 60 stig í þriðja sætið þá lið CrossFit Reykjavík búið að stimpla sig inn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sjá meira