Ungu enn efstar en Toomey heimsmeistari er mætt: Get ekki f-g beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 08:00 Þuríður Erla Helgadóttir er komin inn á topp tíu eftir flottan dag. Instagram/@thurihelgadottir Íslenska CrossFit fólkið var bæði á upp- og niðurleið í Madison í gær. Þuríður Erla Helgadóttir hækkaði sig um sjö sæti en Björgvin Karl Guðmundsson datt aftur á móti niður um sex sæti eftir keppni á öðrum degi heimsleikanna í CrossFit. Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Augu magra var á áströlsku ofurkonunni sem er vön að taka forystuna í upphafi heimsleika og halda henni allan tímann. Það fór ekki alveg þannig í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia-Clair Toomey hefur orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit fimm ár í röð. Það gekk hins vegar ekki alveg nógu vel hjá henni fyrsta daginn en Tia minnti á sig í gær og baráttukonan missti blótsyrði úr sér í viðtali. Heimsmeistarinn byrjaði daginn í áttunda sæti Tia sat í áttunda sæti eftir dag eitt en kom sér upp um fimm sæti með frammistöðunni í gær. Ungu stelpurnar eru áfram í tveimur efstu sætunum. hin átján ára gamla Mallory O'Brien er í fyrsta sæti með 422 stig og hin sautján ára gamla er í öðru sæti með 410 stig. Tia er nú komin með 406 stig og er mætt í partýið. Toomey er þekkt fyrir kurteisa og yfirvegaða framkomu en það mátti sjá baráttuhundinn í henni í viðtal eftir keppni dagsins. Hún var þá spurð um hvernig hún lagði upp gærdaginn og svo út í framhaldið. View this post on Instagram A post shared by NOBULL+ (@nobullplus) „Ég hugsaði bara um að vera súper stöðug og halda áfram að keyra á þetta. Ég er tilbúinn í alvöru slag og get ekki f-g beðið,“ sagði Tia-Clair Toomey og fékk mikil fagnaðarlæti að launum frá stúkunni. Þvílíkt stökk hjá Þuríði Erlu Þuríður Erla Helgadóttir byrjaði daginn í sautjánda sæti en endaði hann í því tíunda eftir mjög góða frammistöðu. Hún er með 304 stig og er átta stigum á eftir Brooke Wells í níunda sætinu. Ricky Garard heldur áfram að standa sig frábærlega í endurkomunni eftir tveggja ára bann en hann er með 461 stig í fyrsta sætinu eða 63 stigum meira en heimsmeistarinn Justin Medeiros sem er annar með 398 stig. Þriðji er síðan Roman Khrennikov með 386 stig en hann er skjólstæðingur Íslendingsins Snorra Baróns Jónssonar alveg eins og Garard. BKG datt niður um mörg sæti Björgvini Karli Guðmundssyni gekk ekki nógu vel í gær og datt niður um sex sæti eða úr sjöunda sæti niður í það þrettánda. Hann er með 285 stig og er nú 101 stigi frá verðlaunapallinum eftir fimm fyrstu greinarnar. Sólveig Sigurðardóttir er nú komin niður í 38. sæti og það verður krefjandi fyrir hana að ná niðurskurðinum úr þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira