Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júlí 2022 23:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Einar Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. Kaupmáttur hefur rýrnað um 2,9 prósent frá áramótum en um 0,9 prósent frá apríl í fyrra til apríl á þessu ári. Ástæða þess er að kaupmáttur var í hæstu hæðum í desember á síðasta ári. Forseti ASÍ segir stöðuna nú munu hafa áhrif á gerð kjarasamninga í haust. „Það er náttúrulega augljóst að þó það hafi orðið kaupmáttaraukning á fyrri hluta tímabilsins, þessa kjarasamningstímabils sem við erum í núna, frá 2019, þá er verðbólgan náttúrulega að éta upp þær kauphækkanir sem hafa orðið svona undanfarið og á síðari hlutum.“ Verðbólgan og sú kaupmáttarrýrnun sem fylgi komi ójafnt niður á fólki. „Fólk sem er búið að kaupa sér, komið inn á fasteignamarkaðinn á móti fólki sem þarf sífellt meiri peninga til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta kemur ólíkt niður á þeim sem hafa efni á því að kaupa sér rafbíl og þeim sem þurfa að keyra á bensíni og hafa ekki efni á að kaupa sér rafbíla. Þannig að verðbólgan núna, hún eykur ójöfnuð.“ Kaupmátturinn skipti miklu máli við gerð komandi kjarasamninga. Markmið þeirra sé að auka kaupmátt og bæta kjör launafólks. Það sé þó einnig hægt að gera með stjórnvaldsaðgerðum. „Breyta skattkerfinu, tilfærslukerfunum, húsnæðismarkaðinum, við höfum lagt mikla áherslu á hann, og svo framvegis. Þegar við erum í þessari stöðu, að verðbólgan núna er í raun að auka ójöfnuð í samfélaginu á milli þeirra sem eru í einhvers konar skjóli og þeirra sem eru það ekki, þá verða þessi tilfærslukerfi svo miklu miklu mikilvægari og aðgerðir stjórnvalda til þess að auka jöfnuð.“ Skoða þurfi kjarasamninga í samhengi við aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skatttekjur sem þau gætu hjá þeim sem væru aflögufærir. „Þar er gríðarlegur ójöfnuður, og ekki sanngjarnt að þessi verðbólga núna komi af þungu afli á launafólk sem er að reyna að hafa í sig og á,“ segir Drífa. Verðlag Kjaramál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Kaupmáttur hefur rýrnað um 2,9 prósent frá áramótum en um 0,9 prósent frá apríl í fyrra til apríl á þessu ári. Ástæða þess er að kaupmáttur var í hæstu hæðum í desember á síðasta ári. Forseti ASÍ segir stöðuna nú munu hafa áhrif á gerð kjarasamninga í haust. „Það er náttúrulega augljóst að þó það hafi orðið kaupmáttaraukning á fyrri hluta tímabilsins, þessa kjarasamningstímabils sem við erum í núna, frá 2019, þá er verðbólgan náttúrulega að éta upp þær kauphækkanir sem hafa orðið svona undanfarið og á síðari hlutum.“ Verðbólgan og sú kaupmáttarrýrnun sem fylgi komi ójafnt niður á fólki. „Fólk sem er búið að kaupa sér, komið inn á fasteignamarkaðinn á móti fólki sem þarf sífellt meiri peninga til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta kemur ólíkt niður á þeim sem hafa efni á því að kaupa sér rafbíl og þeim sem þurfa að keyra á bensíni og hafa ekki efni á að kaupa sér rafbíla. Þannig að verðbólgan núna, hún eykur ójöfnuð.“ Kaupmátturinn skipti miklu máli við gerð komandi kjarasamninga. Markmið þeirra sé að auka kaupmátt og bæta kjör launafólks. Það sé þó einnig hægt að gera með stjórnvaldsaðgerðum. „Breyta skattkerfinu, tilfærslukerfunum, húsnæðismarkaðinum, við höfum lagt mikla áherslu á hann, og svo framvegis. Þegar við erum í þessari stöðu, að verðbólgan núna er í raun að auka ójöfnuð í samfélaginu á milli þeirra sem eru í einhvers konar skjóli og þeirra sem eru það ekki, þá verða þessi tilfærslukerfi svo miklu miklu mikilvægari og aðgerðir stjórnvalda til þess að auka jöfnuð.“ Skoða þurfi kjarasamninga í samhengi við aðgerðir stjórnvalda. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skatttekjur sem þau gætu hjá þeim sem væru aflögufærir. „Þar er gríðarlegur ójöfnuður, og ekki sanngjarnt að þessi verðbólga núna komi af þungu afli á launafólk sem er að reyna að hafa í sig og á,“ segir Drífa.
Verðlag Kjaramál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira