Ekki meiri uppbygging utan höfuðborgarinnar síðan 2008 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 14:15 Sérstaklega mikil húsnæðisuppbygging hefur verið á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Fleiri íbúðir hafa ekki verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Uppbyggingin er þar af mest á Suðurlandi þar sem meira en 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10
Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09