Lífið

Joni Mitchell kom fram á tónlistarhátíð

Elísabet Hanna skrifar
Joni Mitchell kom gestum hátíðarinnar skemmtilega á óvart.
Joni Mitchell kom gestum hátíðarinnar skemmtilega á óvart. Getty/Douglas Mason

Tónlistargoðsögnin Joni Mitchell kom gestum Newport Folk tónlistarhátíðarinnar skemmtilega á óvart um helgina þegar hún kom fram ásamt Brandi Carlile og Marcus Mumford. Þetta var í fyrsta skipti í tuttugu ár sem hún kemur fram og spilar heila tónleika.

Joni söng meðal annars lögin sín Both Sides Now og A Case Of You á hátíðinni. Hún hefur verið að fást við heilsufarsleg vandamál og fékk slagæðagúlp í heilann árið 2015. Í viðtali við CBS segist hún hafa óttast það, fyrst eftir aðgerðina sem hún undirgekkst, að geta ekki sungið lögin sín aftur en hún líkir endurhæfingunni sem hún hefur verið að fara í gegnum við barn sem er að læra frá grunni. 

Þurfti að læra margt frá grunni

Í kjölfarið missti hún einnig hæfileikann til þess að spila á gítar og þurfti að læra það aftur og segist enn vera að ná því almennilega: „Ég er að skoða myndbönd sem eru á netinu til þess að sjá hvar ég set fingurna. Það er ótrúlegt hvað slagæðagúlpur strokar út: Hvernig á að fara úr stólnum! Þú veist ekki hvernig á að fara fram úr rúminu lengur,“ sagði hún í viðtalinu. Það var því stór stund þegar hún tók gítarsólóið úr laginu Just Like This Train á hátíðinni.Kom síðast fram á hátíðinni 1969

Joni hefur sungið sig inn í hug og hjörtu manna sem söngkona og lagasmiður síðan 1964. Hún kom fyrst fram á Newport Folk hátíðinni þegar hún var aðeins tuttugu og þriggja ára gömul árið 1967 en síðast kom hún fram á hátíðinni árið 1969.

„Joni Jams“

Sviðið var sett upp eins og stofan heima hjá Joni í Kaliforníu þar sem söngkonan hefur á bataferli sínu verið gestgjafi „Joni Jams" ásamt öðrum tónlistarmönnum undanfarin ár. „Hún vildi bara sitja þarna og drekka vínið sitt og hlusta. En sú varð ekki raunin, hún byrjaði að syngja og svo fór hún að spila," sagði Brandi Carlile um upphaf Joni Jams sem hún færði á svið hátíðarinnar. 


Tengdar fréttir

Joni Mitchell á gjörgæslu

Fjölskylda Mitchells hvetur aðdáendur hennar til að kveikja á kerti og syngja eins og eitt lag.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.