„Fólk er að búast við því versta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2022 20:01 Rauð viðvörun er í gildi fyrir fjölmennt svæði í Bretlandi á morgun. Sara Rut Fannarsdóttir Sérfræðingar vara við mannfalli í sögulegri hitabylgju sem gengur yfir Bretland á morgun og gróðureldar í Evrópu valda áfram gríðarlegri eyðileggingu. Íslendingur í Lundúnum segir borgarbúa uggandi. Þeir búi sig undir það versta. Fjórtán þúsund hafa nú þurft að yfirgefa heimili og dvalarstaði í suðvesturhluta Frakklands vegna hamfaraeldanna sem loga víðar í Evrópu. Á fjórða þúsund hafa flúið elda í grennd við Malaga á Spáni. Eldarnir eru knúnir áfram af óhagstæðum vindum - og auðvitað sögulegri hitabylgju sem dregið hefur hundruð til dauða víða um álfuna. Í Bretlandi tók þegar í dag gildi gulbrún viðvörun vegna ofsahita, sem nær yfir nær allan suðurhluta landsins. Allt England, Wales og hluti af Skotlandi eru svo undir gulbrúnni viðvörun á morgun. Rauð viðvörun tekur þá gildi í fyrsta sinn á fjölmennu svæði sem nær meðal annars til Lundúna, Birmingham, York og Manchester. Veðurfræðingar búast við því að hiti fari jafnvel upp í 41 stig og nái þannig yfir 40 í fyrsta sinn. „Fólk er aðeins stressaðra núna heldur en til dæmis í þessari hitabylgju fyrir mánuði síðan. Þegar það fattar að þetta er orðið að einhverju heilsufarslegu vandamáli,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, íbúi í Lundúnum. Jónas Atli Gunnarsson býr í Lundúnum. Eitt af því sem gerir hitabylgjuna sérstaklega hættulega í Bretlandi er skortur á innviðum til að takast á við hana. Fæstir eru til dæmis með loftkælingu á heimilum sínum. „Mitt þar með talið og svo eru húsin byggð þannig að þau eru ekkert að hleypa hitanum út. Þau eru byggð til að halda inni hita. Þannig að það er oft heitara inni heldur en úti, jafnvel þegar hitastigið er svona hátt. Ég finn það sjálfur hér,“ segir Jónas. Margir séu byrjaðir að gera ráðstafanir fyrir morgundaginn; hamstri kalda drykki og klakapoka. „Sérfræðingarnir segja að það verði allavega áttatíu prósent líkur á að hitamet verði slegið á morgun, þannig að fólk er að búast við því versta.“ Bretland Náttúruhamfarir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fjórtán þúsund hafa nú þurft að yfirgefa heimili og dvalarstaði í suðvesturhluta Frakklands vegna hamfaraeldanna sem loga víðar í Evrópu. Á fjórða þúsund hafa flúið elda í grennd við Malaga á Spáni. Eldarnir eru knúnir áfram af óhagstæðum vindum - og auðvitað sögulegri hitabylgju sem dregið hefur hundruð til dauða víða um álfuna. Í Bretlandi tók þegar í dag gildi gulbrún viðvörun vegna ofsahita, sem nær yfir nær allan suðurhluta landsins. Allt England, Wales og hluti af Skotlandi eru svo undir gulbrúnni viðvörun á morgun. Rauð viðvörun tekur þá gildi í fyrsta sinn á fjölmennu svæði sem nær meðal annars til Lundúna, Birmingham, York og Manchester. Veðurfræðingar búast við því að hiti fari jafnvel upp í 41 stig og nái þannig yfir 40 í fyrsta sinn. „Fólk er aðeins stressaðra núna heldur en til dæmis í þessari hitabylgju fyrir mánuði síðan. Þegar það fattar að þetta er orðið að einhverju heilsufarslegu vandamáli,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, íbúi í Lundúnum. Jónas Atli Gunnarsson býr í Lundúnum. Eitt af því sem gerir hitabylgjuna sérstaklega hættulega í Bretlandi er skortur á innviðum til að takast á við hana. Fæstir eru til dæmis með loftkælingu á heimilum sínum. „Mitt þar með talið og svo eru húsin byggð þannig að þau eru ekkert að hleypa hitanum út. Þau eru byggð til að halda inni hita. Þannig að það er oft heitara inni heldur en úti, jafnvel þegar hitastigið er svona hátt. Ég finn það sjálfur hér,“ segir Jónas. Margir séu byrjaðir að gera ráðstafanir fyrir morgundaginn; hamstri kalda drykki og klakapoka. „Sérfræðingarnir segja að það verði allavega áttatíu prósent líkur á að hitamet verði slegið á morgun, þannig að fólk er að búast við því versta.“
Bretland Náttúruhamfarir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira