„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 21:51 Arnar er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Sjá meira
Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Sjá meira