Innlent

Árni Friðriksson í makrílrannsóknum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Leiðarlína Árna Friðrikssonar (bleik lína) og yfirborðstogstöðvar (opinn svartur hringur) í sumaruppsjávarleiðangri frá 4. til 23. júlí. Landhelgi Íslands og nágrannalanda einnig sýnt (gul lína).
Leiðarlína Árna Friðrikssonar (bleik lína) og yfirborðstogstöðvar (opinn svartur hringur) í sumaruppsjávarleiðangri frá 4. til 23. júlí. Landhelgi Íslands og nágrannalanda einnig sýnt (gul lína). Hafró

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lét úr höfn 4. júlí til að taka þátt í alþjóðlegum leiðangri sem stendur yfir til 23. júlí. Eitt af meginmarkmiðum leiðangursins er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi.

Þetta segir í tilkynningu frá Hafró um leiðangurinn. Auk þess að meta magn og útbreiðslu ákveðinna tegunda sé markmið leiðangursins einnig að afla gagna sem nýtist „við vöktun og fjölbreyttar rannsóknir á ýmsum þáttum vistkerfisins frá frumframleiðni sjávar til útbreiðslu hvala.“

Á síðu Hafrannsóknarstofnunnar segir að þetta sé þrettánda árið í röð sem stofnunin taki þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku. 

Þá segir að leiðangurinn á Árna muni standa yfir í nítján daga og að sigldar verði tæplega 3300 sjómílur eða um 6100 kílómetrar auk þess sem 45 yfirborðstogstöðvar verði teknar á fyrirfram ákveðnum stöðum. Um borð séu sjö vísindamenn og sautján manna áhöfn.

Leiðangurinn hófst út af Vestfjörðum og siglt verður réttsælis um landið en yfirferðasvæði Árna er fyrir norðan, sunnan og vestan landið ásamt svæði í grænlenskri landhelgi fyrir norðan Ísland. Svæðið fyrir austan land verður dekkað af norsku og færeysku skipi. 

Hægt er að fylgjast með staðsetningu og feril Árna á vefsíðu Hafróar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.