Sport

Duplantis setur enn eitt heimsmetið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Armand Duplantis virðist setja heimsmet í hvert skipti sem hann keppir.
Armand Duplantis virðist setja heimsmet í hvert skipti sem hann keppir. Stephen Pond/Getty Images

Svíinn Armand Duplantis sló í kvöld heimsmetið í stangarstökki utandyra. Hann fór yfir 6,16 metra.

Hinn 22 ára gamli Duplantis hefur verið í metaham undanfarin misseri og hefur slegið hin ýmsu heimsmet.

Duplantis var að keppa í demantamótaröðinni í Stokkhólmi að þessu sinni.

Fyrr á þessu ári fór hann yfir 6,20 metra en það var innanhúss. Nú fór hann yfir 6,16 metra utandyra.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.