Innlent

Fjölgun á hegningar­laga­brotum milli mánaða

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Alls bárust 117 tilkynningar um ofbeldisbrot í maí til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Alls bárust 117 tilkynningar um ofbeldisbrot í maí til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að 716 hegningarlagabrot voru skráð í maí og fjölgaði þeim á milli mánaða. Tilkynningum um þjófnaði fjölgaði á milli mánaða en tilkynningum um innbrot fækkaði.

Alls bárust 117 tilkynningar um ofbeldisbrot í maí til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði á milli mánaða og fóru úr 75 tilkynningum í apríl niður í 57 í maí. Stórfelld fíkniefnabrot voru 11 talsins í maí og er það aukning á milli mánaða, þessa aukningu má rekja til aðgerða lögreglu í tveimur umfangsmiklum rannsóknum á amfetamínframleiðslu.

Mánaðarskýrslu LRH má nálgast hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.