Sport

Róbert Ísak bætti eigið Ís­lands­met á HM í sundi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Róbert Ísak synti á nýju Íslandsmeti í gærkvöld.
Róbert Ísak synti á nýju Íslandsmeti í gærkvöld. ÍF/JBÓ

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson frá Firði/SH setti í gærkvöld nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi S14 á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi.

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer nú fram í Madeira í Portúgal. Sundkappinn Róbert Ísak hefur þar farið mikinn og bætti eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi í gærkvöld. Róbert Ísak hjó nærri meti sínu í undanrásum en sló það svo í úrslitum.

Synti hann á 1:08,36 mínútum og sló þar með eigið Íslandsmet. Raunar setti Róbert Ísak tvö met en millitími hans á 50 metrum í úrslitasundinu var einnig nýtt Íslandsmet. Synti hann fyrstu 50 metrana á 31,68 sekúndum.

Japaninn Naohide Yamaguchi sigraði á nýju mótsmeti þegar hann synti á 1:04.46 mín.

Nánar er fjallað um mótið á Facebook-síðu Íþróttasambands fatlaðra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×