Bíó og sjónvarp

Stikla úr Þroti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þrot verður frumsýnd 20.júlí í sumar. 
Þrot verður frumsýnd 20.júlí í sumar. 

Vísir frumsýnir fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar en um er að ræða sakamáladrama.

Þrot segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt verður ljóst að sögum ber ekki saman og reynir á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr eftir því sem sannleikurinn skýrist.

Þetta er fyrsta kvikmynd Heimis í fullri lengd en hann skrifaði einnig handritið. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar.

Myndin var að mestu leyti tekin á Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum. Með helstu hlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson og Guðrún S. Gísladóttir.

Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival), Crown Wood International Film Festival ásamt New Wave Film Festival í Þýskalandi.

Þrot verður frumsýnd hér á landi 20.júlí en hér að neðan má sjá brot úr kvikmyndinni Þrot.

Klippa: Ný stikla úr sakamálamyndinni Þrot





Fleiri fréttir

Sjá meira


×