Sport

Matthías Örn keppir fyrstur Ís­lendinga meðal þeirra bestu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthías Örn eftir að hann varð Íslandsmeistari í þriðja sinn.
Matthías Örn eftir að hann varð Íslandsmeistari í þriðja sinn. Twitter@mattiorn

Matthías Örn Friðriksson keppir fyrstur Íslendinga á PDC Nordic Masters-mótinu í pílukasti sem fram fer í Kaupmannahöfn helgina 10. og 11. júní. Þar verða flestir af bestu pílukösturum heims meðal keppanda.

Matthías Örn er þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti. Það vakti athygli á sínum tíma þegar hann lagði fótboltaskóna á hilluna ungur að árum til þess að einbeita sér að pílunni. Hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun í dag.

Matthías Örn verður fyrstur Íslendinga til að keppa á PDC Nordic Masters-mótinu en þar verða átta stærstu nöfn píluheimsins ásamt átta keppendum frá Norðurlöndunum. Meðal keppenda verða til að mynda Peter Wright (Snakebite), Hollendingurinn Michael van Gerwen, James Wade, Gary Anderson og Fallon Sherrock.

Mótið hefst klukkan 19.00 að dönskum tíma á föstudaginn kemur, 10. júní, og lýkur á laugardagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×