Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við slökkviliðsstjóra sem hvetur eigendur rafhlaupahjóla til að huga að brunavörnum, þar sem rafhlöður þeirra geti skapað aukna hættu ef kviknar í. 

Eldur kom upp í rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík í gærkvöldi og var allt tiltækt slökkvilið kallað út þar sem hætta var talin á ferðum.

Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni.

Þingflokkur Viðreisnar vill að vinnumarkaðsráðherra skoði tækifæri í fjarvinnu og móti fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Þingmaður segir að skrifstofan sé ekki eini vinnustaðurinn sem er í boði og aukið valfrelsi um að vinna heima sé af hinu góða.

Þá fjöllum við um stöðuna í Úkraínu, flóttamannavandann og gríðarlega aðsókn í Friðheima, en nánast uppselt er á staðinn í sumar. Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×