Fótbolti

Conte byrjaður að styrkja hóp sinn

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ivan Perisic er á leið til Lundúna frá Mílanó. 
Ivan Perisic er á leið til Lundúna frá Mílanó.  Vísir/Getty

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er að tryggja sér þjónustu fyrrverandi lærisveins síns en króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic er að ganga til liðs við félagið.

Perisic er að renna út á samningi hjá ítalska félaginu Inter Milan og enskir fjölmiðlar greina frá því að Tottenham Hotspur hafi haft betur í kapphlaupi við Chelsea um að klófesta kappann. 

Conte þjálfaði Perisic þegar hann stýrði Inter Milan en þessi 33 ára gamli leikmaður hefur leikið með Mílanóliðinu frá því árið 2015. 

Talið er að Conte hafi augastað á öðrum fyrrverandi leikmanni sínum hjá Inter Milan en það er ítalski varnarmaðurinn Alessandro Bastoni. 

Tottenham Hotspur hafnaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Conte á nýlokinni leiktíð og mun þar af leiðandi spila í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.