Innlent

Sláttur hafinn á Suðurlandi – Álftunum um að kenna

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Álftir skemma og skemma uppskeru bænda. Fuglinn er friðaður.
Álftir skemma og skemma uppskeru bænda. Fuglinn er friðaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sláttur er hafinn á bænum Ártúnum á Rangárvöllum á Suðurlandi óvenjulega snemma. Ástæðan kemur ekki til af góðu.

„Já, við byrjuðum að slá í gær, slógum þá 4 hektara og höldum kannski áfram í dag. Við byrjum svona af illri nauðsyn því við erum fyrst og fremst að bjarga verðmætum frá álftinni, sem er að éta upp allt okkar gras af bestu túnunum, það er svakalegt hvernig hún rífur grasið í sig,“ segir Halla Bjarnadóttir, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum en hún og maður hennar, Niklas Hyström eru þar með myndarlegt blandað bú, það sem aðal áherslan er mjólkurframleiðsla og kjötframleiðsla.

„Við erum að slá vegna þess að þarna var fjölært rýgresi fjölært sem álftin er búin að slá fyrir okkur, þetta er alveg hrikalegt tjón við erum að reyna að minnka skaðann. Þetta er endalaus barátta, þær sækja í bestu túnin og hirða allt af þeim. Þær eru mörg hundruð á túnum allan sólarhringinn en við erum stöðugt að reka þær upp á daginn. Nóttin er þeirra tími, þá hafa þær frið. Landið hjá okkur liggur með fram Rangá og Hólsá og þær sækja mjög í ánna, setjast þar þegar þær eru reknar upp en koma svo strax aftur,“ segir Halla, langþreytt á ástandinu.

Fjórir hektarar voru slegnir í Ártúnum í gær og eitthvað svipað líklega í dag.Aðsend

Stjórnvöld verða að grípa inn í

„Stjórnvöld verða að grípa inn í, það gengur ekki að álftin sé friðuð og hún eyðileggi meira og minna alla uppskeru fyrir bændum. Það þyrfti allavega að fá að skjót að þeim og fæla þær þannig í burtu. Við fáum engar bætur, en á sama tíma eru öll aðföng að hækka og hækka til okkar, þetta er bölvað basl,“ bætir Halla við.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.