Staðan mjög þung þetta vorið Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. maí 2022 20:31 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Vísir/Baldur Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu. Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05