Staðan mjög þung þetta vorið Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. maí 2022 20:31 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Vísir/Baldur Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu. Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent