Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík, sem oddviti Viðreisnar telur að komist geti á skrið á morgun og eftir helgina, og öðrum meirihlutaviðræðum víðs vegar um land.

Þá segjum við frá því að Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í dag í sex ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þremur ólögráða stúlkum. Hann var ákærður fyrir mun fleiri brot og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í nóvember.

Við heyrum í íbúum Grindavíkur þar sem íbúafundur fer fram í kvöld vegna aukinnar skjálftavirkni undanfarnar vikur. Vísbendingar eru um að gosið gæti nær bænum en í eldgosinu í fyrra. Þá sýnum við átakanlegar myndir sem kona við bráðastörf tók með búkmyndavél í Mariupol og smyglað var með ævintýralegum hætti frá borginni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.