Sport

Dagskráin í dag: Úrslitastund á Hlíðarenda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valur og Tindastóll eigast við í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld.
Valur og Tindastóll eigast við í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Ellefu beinar útsendingar verða í boði á sportrásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld, en þar ber hæst að nefna oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Við hefjum þó leik í Bestu-deild kvenna í fótbolta þar sem þrír leikir eru á dagskrá. Klukkan 17:25 hefst bein útsending frá leik Þróttar og Þórs/KA á Bestu-deildar stöðinni á vefnum og hálftíma síðar hefst bein útsending frá viðureign Breiðabliks og ÍBV, einnig á vefnum.

Afturelding og Stjarnan slá svo botninn í Bestu-deildina í kvöld, en útsending frá þeim leik hefst klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport 4.

Arena-deildin í Rocket League heldur líka áfram á Stöð 2 eSport frá klukkan 18:30.

Þá er ekki einungis úrslitaleikur í íslenska körfuboltanum því Frankfurt og Rangers eigast við í úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 2, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:20. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports munu svo gera upp leikinn að honum loknum.

Að lokum er svo komið að stóru stundinni þegar Valur og Tindastóll mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Sýnt verður frá leiknum á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15. Klukkutíma síðar verður svo flautað til leiks og að leik loknum verður leikurinn gerður upp þegar í ljós er komið hvaða lið fagnar Íslandsmeistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×