Innlent

Hefja meiri­hluta­við­ræður á Akur­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Frá 2020 hefur verið starfrækt samstjórn í bæjarstjórn á Akureyri.
Frá 2020 hefur verið starfrækt samstjórn í bæjarstjórn á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll

Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur munu hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins.

Þetta var niðurstaða óformlegs fundar fulltrúa flokkanna í gær. Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem rætt er við Höllu Björk Reynisdóttur, sem skipaði þriðja sætið á lista Bæjarlistans.

Bæjarlistinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur náðu svo tveimur mönnum inn. Saman eru flokkarnir með sjö fulltrúa en alls eiga ellefu fulltrúar sæti í bæjarstjórn.

Flokkarnir þrír munu funda stíft næstu daga og athuga hvort málefnagrundvöllur náist til að mynda meirihluta. Samfylking, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Vinstri græn náðu öll einum manni inn.

Eftir bæjarstjórnarkosningarnar árið 2018 héldu Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og L-listinn áfram meirihlutasamstarfi sínu með sex bæjarfulltrúa meirihluta.

Frá árinu 2020 hafa allir flokkar, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, L-listinn, Miðflokkurinn og VG myndað samstjórn í bæjarstjórn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.