Fótbolti

Chelsea bikarmeistari eftir sigur í framlengingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Samantha Kerr skoraði markið sem tryggði Chelsea sigurinn.
Samantha Kerr skoraði markið sem tryggði Chelsea sigurinn. Michael Regan/Getty Images

Chelsea er enskur bikarmeistari kvenna eftir 3-2 sigur gegn Manchester City í framlengdum leik á Wembley í dag.

Samantha Kerr kom Chelsea í forystu með marki á 33. mínútu áður en Lauren Hemp jafnaði metin fyrir City stuttu fyrir hálfleik og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja.

Erin Cuthbert kom Lundúnaliðinu í forystu á nýjan leik með stórglæsilegu marki eftir rúmlega klukkutíma leik, en Hayley Raso jafnaði metin fyrir City á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Niðurstaðan eftir mínúturnar 90 varð því 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.

Þar reyndist Samantha Kerr hetjan þegar hún tryggði Chelsea 3-2 sigur með marki á 99. mínútu. Chelsea er því enskur bikarmeistari kvenna annað árið í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.