Innlent

Margrét 83 ára á Selfossi leikur Bjarna durt

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Leikarahópurinn, ásamt Magnúsi. Sýningin er á morgun, fimmtudaginn 12. maí klukkan 16:00 og er ókeypis inn.
Leikarahópurinn, ásamt Magnúsi. Sýningin er á morgun, fimmtudaginn 12. maí klukkan 16:00 og er ókeypis inn. Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er bara mjög gott og það klæðir mig bara virkilega vel að heita Bjarni og leika durt“, segir Margrét Óskarsdóttir, 83 ára leikari á Selfossi. Hún og félagar henni eru að æfa leikritið „Maður í mislitum sokkum“ sem sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi á morgun.

Leikhópurinn, sem tekur þátt í sýningunni var settur saman sem leiklestrarhópur í haust. Í honum eru 12 félagar, allt eldri borgarar. "Maður í mislitum sokkum" var valið, sem leiklestur en sýningin fjallar um konu, sem finnur minnislausan mann í bílnum hjá sér fyrir utan verslun og veit ekki alveg hvað hún á að gera og fer því með hann heim. Þar með hefst atburðarásin.

„Við ætlum að sýna þessa sýningu fimmtudaginn 12. maí klukkan 16:00 og það er ókeypis inn. Við vonumst til að, sem flestir komi. Þetta er búið að vera æðislega skemmtilegt tímabil. Þetta er flottur hópur, sem ég hef verið með, þau eru hreinir snillingar. Þetta er æðisleg vinna og skemmtilegt að vera með þeim og þau hafa notið þess og við höfum notið þess, sem að þessum stöndum,“ segir Magnús J. Magnússon, kennari og umsjónarmaður hópsins.

Magnús J. Magnússon og Sigríður Karlsdóttir, sem leikur í verkinu en hún hefur tekið þátt í starfi Leikfélags Selfoss til fjölda ára og þau Magnús hafa leikið saman í nokkrum sýningum. Magnús fékk menntaverðlaun Suðurlands á síðasta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er hann Bjarni, sem er durturinn í verkinu.Það er bara mjög gott að leika durt, það klæðir mig bara virkilega vel held ég. Fólk er farið að heilsa mér, sem Bjarna meira að segja úti á götu,“ segir Margrét Óskarsdóttir, hlægjandi en hún er elst af þeim, sem eru í leikarahópnum, 83 ára.

Bjarni durtur, sem leikinn er af Margréti.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.