Sport

Dagskráin í dag: Besta-deildin og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts. Hann og félagar hans í Breiðablik taka á móti Stjörnunni í kvöld.
Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts. Hann og félagar hans í Breiðablik taka á móti Stjörnunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Boðið verður upp á átta beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 á þessum fína miðvikudegi.

Besta-deild karla í fótbolta er fyrirferðamikil í dag og í kvöld, en fjórir leikir verða í beinni útsendingu.

ÍBV og KR mætast klukkan 17:55 í beinni útseningu á vefnum, áður en Breiðablik og Stjarnan mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:00.

Klukkan 19:10 hefst svo bein útsending frá tveimur leikjum þegar Valur tekur á móti ÍA á Stöð 2 Sport 4 og FH mætir KA fyrir norðan á Stod2.is.

Þá er Stúkan á dagskrá klukkan 21:15 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins í Bestu-deildinni.

Manchester United og Nottingham Forest eigast svo við í úrslitum FA Youth Cup klukkan 18:20 á Stöð 2 Sport 2.

Að lokum eiga rafíþróttirnar sinn sess á Stöð 2 eSport, en klukkan 18:30 heldur Arena-deildin áfram áður en Babe Patrol verður með sinn vikulega þátt klukkan 21:00.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.