Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 15:31 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira