Tíska og hönnun

Cornelia Jakobs skartaði kjól eftir úkraínskan hönnuð

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Cornelia Jakobs klæddist kjól eftir úkraínska hönnuðinn Gasanova á túrkís dreglinum síðastliðinn sunnudag.
Cornelia Jakobs klæddist kjól eftir úkraínska hönnuðinn Gasanova á túrkís dreglinum síðastliðinn sunnudag. EBU

Sænska stórstjarnan Cornelia var glitrandi og glæsileg á dreglinum í kjól eftir úkraínska hönnuðinn Gasanova.

Í viðtali við Júrógarðinn deildi hún því með okkur að hún sækir innblástur í gegnum lífið sjálft og hefur á undanförnum árum passað sig að leggja mikla áherslu á andlega heilsu.

„Ég þarf að gera allt sem ég get til að komast í rétta hugarfarið þar sem ég er hvað mest skapandi og ég upplifi algjört jafnvægi, sem er eiginlega aldrei en ég er samt alltaf að komast nær því, sagði Cornelia okkur létt í lund.“

Cornelia þykir sigurstrangleg á lokakvöldinu næstkomandi laugardag og lagið hennar Hold Me Closer hefur náð miklum vinsældum. Viðtal Júrógarðsins við Corneliu má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Cornelia keppir fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision

Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum.

Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision

Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×