Tíska og hönnun

Kolfinna Kristófers og Brynja Jónbjarnar með endurkomu á tískupallinum

Helgi Ómarsson skrifar
Kolfinna og Brynja eftir sýninguna
Kolfinna og Brynja eftir sýninguna Helgi Ómars/Vísir

Þær eiga það sameiginlegt að vera einar af stærstu fyrirsætum sem Ísland hefur átt og unnu fyrir marga af stærstu kúnnum heimsins. Þær hafa sett hælana upp á hilluna í bili og sinna nú öðrum störfum.

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun er alltaf eftirsótt og var sýningin núna á HönnunarMars engin undantekning. Það vakti lukku þegar þær Kolfinna Kristófersdóttir og Brynja Jónbjarnardóttir mættu á pallinn á sýningunni. 

Kolfinna vinnur nú sem húðflúrari og Brynja sem hagfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu.

Kolfinna var á allra vörum þegar stærstu hönnuðir heimsins rifust um að fá hana til að ganga á sýningum þeirra en hún gekk meðal annars fyrir Valentino, Versace, Givenchy og Chanel ásamt því að skarta forsíðu i-D og síðum Vogue.

Brynja Jónbjarnardóttir vann fyrir kúnna á borð við Moschino, Vera Wang, Bloomingdales og meðal annars andlit Carven.

Kolfinna í hönnun eftir Auði Ýr GunnarsdótturHelgi Ómars/Vísir
Brynja í hönnun eftir Eydísi Elfu ÖrnólfsdótturHelgi Omars/Vísir
Kolfinna og Brynja eftir sýningunaHelgi Ómars/Vísir

HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar

Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  

Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022



Tengdar fréttir

Kolfinna á forsíðu i-D

Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins i-D. Heftið nefnist The Role Model Issue sem mætti þýða sem Fyrirmyndarheftið og er Kolfinna mynduð af írska ljósmyndaranum Boo George. Kolfinna situr ekki aðeins fyrir á forsíðunni heldur birtir tímaritið heilan myndaþátt með fyrirsætunni. Boo George hefur áður myndað fyrir Levi's, Topman, Wrangler, Louis Vuitton, Ungaro og Allsaints.

Hönnunargleði á Hafnartorgi

Hafnartorgið iðaði af gleði með hönnunarvörum, list og arkitektúr. Þar má finna ýmsar sýningar og bíður Hafnartorgið uppá að slá nokkrar listaflugur í einu höggi. Svo er að sjálfssögðu hægt að bræða úr debitkortinu sínu í fallegu verslunum en það er kannski annað mál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×