Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2022 08:06 Mótmælendur streymdu að Hæstarétti í gærkvöldi og nótt til að mótmæla meirihlutaálitinu. AP/Alex Brandon Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Þungunarrof Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira