Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Bjarki Sigurðsson skrifar 23. apríl 2022 19:02 Súla á flugi. Vísir/Vilhelm Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. Fimm sýni af fimmtán voru með óljósa svörun og verða rannsökuð nánar, en í tveimur sýnum greindust ekki fuglaflensuveirur. Sýni sem tekin voru úr alifuglum á tveimur stöðum í vikunni voru öll neikvæð. Af þeim átta sýnum sem reyndust jákvæð voru þrjú úr súlum sem fundust í Njarðvík og Grindavík, þrjú úr súlum á Búðum á Snæfellsnesi, eitt úr grágæs á Akureyri og eitt úr svartbak á Húsavík. Flensan orðin útbreidd Samkvæmt Matvælastofnun er fuglaflensan orðin útbreidd í villtum fuglum og smithætta er mikil fyrir alifugla og aðra fugla í haldi manna. Fuglar sem haldnir eru að hluta til utandyra og í húsum þar sem smitvarnir eru ófullnægjandi, eru í mestri hættu að smitast. Til að koma í veg fyrir sjúkdóm í viðkomandi hópi fugla og um leið tryggja að ekki berist smit úr þeim í villta fugla er nauðsynlegt að viðhafa stöðugar og strangar sóttvarnir þar sem fuglar eru haldnir. Þeir þættir sem vega þyngst í að vernda alifugla gegn smiti er að hafa þá innandyra eða undir þaki í lokuðu gerði þar sem villtir fuglar komast ekki að og drit frá villtum fuglum getur ekki fallið í gerðið. Við daglega umhirðu fuglanna er best að nota sérstakan skó- og hlífðarfatnað, sem ekki er notaður utan þess húss og gerðis sem fuglarnir eru í. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 20. apríl 2022 22:31 Biðla til fólks að handleika ekki veika fugla án hlífðarbúnaðar Matvælastofnun biðlar til fólks að fara varlega verði það vart við ósjálfbjarga fugla í umhverfi sínu þar sem þeir gætu mögulega verið smitaðir af fuglaflensuveirunni. Ekki skuli handleika slíka fugla, hvort sem þeir eru dauðir eða lifandi, án tilskilins hlífðarbúnaðar. 20. apríl 2022 18:50 Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Fimm sýni af fimmtán voru með óljósa svörun og verða rannsökuð nánar, en í tveimur sýnum greindust ekki fuglaflensuveirur. Sýni sem tekin voru úr alifuglum á tveimur stöðum í vikunni voru öll neikvæð. Af þeim átta sýnum sem reyndust jákvæð voru þrjú úr súlum sem fundust í Njarðvík og Grindavík, þrjú úr súlum á Búðum á Snæfellsnesi, eitt úr grágæs á Akureyri og eitt úr svartbak á Húsavík. Flensan orðin útbreidd Samkvæmt Matvælastofnun er fuglaflensan orðin útbreidd í villtum fuglum og smithætta er mikil fyrir alifugla og aðra fugla í haldi manna. Fuglar sem haldnir eru að hluta til utandyra og í húsum þar sem smitvarnir eru ófullnægjandi, eru í mestri hættu að smitast. Til að koma í veg fyrir sjúkdóm í viðkomandi hópi fugla og um leið tryggja að ekki berist smit úr þeim í villta fugla er nauðsynlegt að viðhafa stöðugar og strangar sóttvarnir þar sem fuglar eru haldnir. Þeir þættir sem vega þyngst í að vernda alifugla gegn smiti er að hafa þá innandyra eða undir þaki í lokuðu gerði þar sem villtir fuglar komast ekki að og drit frá villtum fuglum getur ekki fallið í gerðið. Við daglega umhirðu fuglanna er best að nota sérstakan skó- og hlífðarfatnað, sem ekki er notaður utan þess húss og gerðis sem fuglarnir eru í.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 20. apríl 2022 22:31 Biðla til fólks að handleika ekki veika fugla án hlífðarbúnaðar Matvælastofnun biðlar til fólks að fara varlega verði það vart við ósjálfbjarga fugla í umhverfi sínu þar sem þeir gætu mögulega verið smitaðir af fuglaflensuveirunni. Ekki skuli handleika slíka fugla, hvort sem þeir eru dauðir eða lifandi, án tilskilins hlífðarbúnaðar. 20. apríl 2022 18:50 Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
„Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega” Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 20. apríl 2022 22:31
Biðla til fólks að handleika ekki veika fugla án hlífðarbúnaðar Matvælastofnun biðlar til fólks að fara varlega verði það vart við ósjálfbjarga fugla í umhverfi sínu þar sem þeir gætu mögulega verið smitaðir af fuglaflensuveirunni. Ekki skuli handleika slíka fugla, hvort sem þeir eru dauðir eða lifandi, án tilskilins hlífðarbúnaðar. 20. apríl 2022 18:50
Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18. apríl 2022 13:00