Lögreglu beri að aðstoða þrátt fyrir hættu á fuglaflensu Bjarki Sigurðsson skrifar 22. apríl 2022 16:31 Brigitte vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að þó það sé ólíklegt, þá sé ekki hægt að útiloka það að fuglaflensan smitist í önnur dýr. „Við höfum fengið fjölmargar ábendingar um dauða villta fugla. Við höfum tekið þessar ábendingar til meðferðar og tekið sýni þar sem við töldum þess þörf. Það eru ekki komnar niðurstöður úr þeim og því höfum við ekki fleiri upplýsingar um þau.“ Þekkingin ekki næg Aðspurð segir Brigitte að það sé ekki útilokað fyrir fuglaflensuna að berast til annara dýrategunda. „Staðan og þekkingin í dag er þannig að smithættan fyrir önnur spendýr er lítil. Við getum aldrei útilokað það en með þessum veirum sem eru að ganga um í Evrópu þá eru sterkar vísbendingar um að önnur dýr smitist ekki en það gæti þó gerst,“ segir Brigitte. Nota hlífðarbúnað Vísir greindi frá því í gærkvöldi að vængbrotin súla fengi ekki aðstoð frá lögreglu vegna hættu á fuglaflensusmiti. Brigitte segir að lögreglunni beri að aðstoða fuglinn en sé það ekki hægt ætti að kalla á dýralækni til að aflífa hann. „Við erum búin að upplýsa lögregluna, sveitarfélögin og dýralækna um svona mál. Þegar fuglar eða önnur dýr finnast veik þessa daga, það er náttúrulega alltaf grunur um fuglaflensu þrátt fyrir að við vitum það ekki, þá er rétt að aflífa fuglinn en ekki með skotvopni,“ segir Brigitte en þá gæti vefur eða blóð úr fuglinum skvest út um allt og mengað náttúruna. „Þá er rétt að kalla til dýralækni sem aflífar fuglinn með banvænni sprautu“ Hún vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Nota ætti hlífðarbúnað við það. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Við höfum fengið fjölmargar ábendingar um dauða villta fugla. Við höfum tekið þessar ábendingar til meðferðar og tekið sýni þar sem við töldum þess þörf. Það eru ekki komnar niðurstöður úr þeim og því höfum við ekki fleiri upplýsingar um þau.“ Þekkingin ekki næg Aðspurð segir Brigitte að það sé ekki útilokað fyrir fuglaflensuna að berast til annara dýrategunda. „Staðan og þekkingin í dag er þannig að smithættan fyrir önnur spendýr er lítil. Við getum aldrei útilokað það en með þessum veirum sem eru að ganga um í Evrópu þá eru sterkar vísbendingar um að önnur dýr smitist ekki en það gæti þó gerst,“ segir Brigitte. Nota hlífðarbúnað Vísir greindi frá því í gærkvöldi að vængbrotin súla fengi ekki aðstoð frá lögreglu vegna hættu á fuglaflensusmiti. Brigitte segir að lögreglunni beri að aðstoða fuglinn en sé það ekki hægt ætti að kalla á dýralækni til að aflífa hann. „Við erum búin að upplýsa lögregluna, sveitarfélögin og dýralækna um svona mál. Þegar fuglar eða önnur dýr finnast veik þessa daga, það er náttúrulega alltaf grunur um fuglaflensu þrátt fyrir að við vitum það ekki, þá er rétt að aflífa fuglinn en ekki með skotvopni,“ segir Brigitte en þá gæti vefur eða blóð úr fuglinum skvest út um allt og mengað náttúruna. „Þá er rétt að kalla til dýralækni sem aflífar fuglinn með banvænni sprautu“ Hún vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Nota ætti hlífðarbúnað við það.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira