Tíska og hönnun

Tómas Urbancic í Kaup­manna­höfn: „Nike sokkar við Adidas skó ekki málið“

Helgi Ómarsson skrifar
Tómas Urbancic hefur verið að gera það gott í Kaupmannahöfn
Tómas Urbancic hefur verið að gera það gott í Kaupmannahöfn Aðsend

Tómas Urbancic er ekkert eðlilega vel klæddur og er búsettur í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni, Kristínu Auði og son þeirra Theó.

Kappinn hefur verið í bransanum lengi en hann sinnti hlutverki verslunarstjóra og samfélagsmiðlastjóra hlutverki hjá NTC í um það bil fjögur ár áður en hann fluttist til Kaupmannahafnar.

Vinnur fyrir stóru merkin

Þegar þangað var komið stóð hann vaktina í lúxus verslunarmiðstöðinni Illum, þar sem hann bæði keypti inn og seldi vörur frá tískurisum á borð við Jil Sander, Maison Margiela og Stone Island.

Hann vinnur núna fyrir Now Agency sem er stór tískuskrifstofa þar sem hann sinnir hlutverki vörumerkja og sölustjóra stöðu fyrir fatamerki á borð við Ami Paris, Barena Venezia og Drôle de Monsieur í Skandinavíu.

Hvenær fórstu að hafa áhuga á tísku?

Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf haft sterka skoðun á því hverju ég klæðist. En ég held að áhuginn minn á tísku hafi margfaldast á unglingsárunum þegar ég fór að versla fötin á mig sjálfur og fór að geta fylgst meira með tískuheiminum í daglegu lífi.

Hvað fékk þig til að flytja til Kaupmannahafnar?

Kristín Auður, kærastan mín, komst inn í Brand Design nám við háskólann KEA í Nørrebro og var staðráðin í að flytja út.

Mér hafði sjálfum lengi dreymt um að búa þar, en í verslunarferðum NTC fékk ég að kynnast borginni vel þegar við fórum á tískuvikurnar og varð algjörlega heillaður af menningunni, fólkinu og tækifærunum sem þar eru.

Hvernig myndiru segja að Kaupmannahöfn hafi breytt leiknum hjá þér?

Ég fór að taka meira eftir því hvað stóru merkin í heiminum væru að gera eftir að ég flutti út.

Það er einnig auðvelt að fá innblástur i gegnum það hvernig fólkið klæðir sig á götum Kaupmannahafnar, ásamt því að vera umkringdur fallegum flíkum í vinnunni.

Það er svo margt mismunandi í boði í Kaupmannahöfn tengt tísku. Bæði stílar og vörumerki og ég held að sjóndeildarhringurinn minn hafi bara stækkað heilt yfir.

Hvernig myndiru lýsa muninum á (fashion)kauphegðun á danskra karlmanna og íslenskra?

Það er margt mjög svipað en það er klárlega meiri fjölbreytileiki í Danmörku varðandi tísku og tískustrauma og ekki eins mikil hjarðhegðun þar og hér.

Hvert horfiru næstu 5 árin?

Við fjölskyldan erum mjög ánægð hérna úti. Eigum frábæra vini, elskum menninguna og þetta afslappaða líf sem okkur finnst fylgja borginni. En auðvitað reykar hugurinn oft til Íslands þar sem fjölskyldan er, og þá sérstaklega eftir að við áttum son okkar, Theó.

Mér finnst alveg líklegt að við íhugum flutninga til Íslands á næstu 5 árum það er svo margt sem getur breyst. Kannski býðst eitthvað nýtt tækifæri sem maður ákveður að grípa svo maður veit aldrei. Ég myndi segja að ég opin fyrir öllu, ef það veitir mér og fjölskyldunni hamingju.

Saknar að fá pössun frá ömmu og amma 

Hvað er það besta við Köben?

Danska sumarið er alveg frábært. Það varir svo lengi, veðrið er hlýtt er og allir svo afslappaðir.

Eitthvað á Íslandi sem þú saknar sérstaklega?

Það er alveg hrikalega margt en ef ég ætti að nefna eitthvað myndi það vera tengt fjölskyldunni. Það er geggjað að koma til Íslands og fá pössun frá ömmu og afa.

Það væri svo nice að geta kíkt í kaffi til bróður míns og hans fjölskyldu.

Feðgarnir telja hundana sem þeir sjá á sunnudögum

Klassískur sunnudagur?

Sunnudagar eru oftast mjög rólegir dagar hjá okkur.

Ég vakna oftast snemma með Theó á sunnudagsmorgnum á meðan Kristín sefur aðeins út. Þá röltum við feðgar oft út í bakarí saman, kaupum gott súrdeigsbrauð og teljum alla hundana sem við sjáum á leiðinni.

Þegar Kristín vaknar fáum við okkur gott kaffi, morgunmat og förum saman út.

Við reynum oftast að rölta eitthvað saman í hverfinu okkar, Nørrebro en þar eru mörg kósý kaffihús, fallegar götur og garðar.

Fótbolti til að slaka á

Hvað geriru til að slaka á og sinna þér?

Ég elska að fara út í fótbolta með strákunum þó það hljómi kannski ekki mjög slakandi. En annars finnst mér voða næs að horfa á "Vlogs" á Youtube eða hlusta á gott podcast.

Einhver sérstök kaup sem þú hefur auga á?

Hef verið að leita mér af nýjum loafers fyrir sumarið og er með augastað á einum frá danska skómerkinu Vinny’s.

Hvað myndiru segja að væri mikilvægt að hafa huga þegar kemur að klæðnaði og tísku?

Mér finnst lang mikilvægast að líða vel í því sem þú klæðist. Allir eiga bara að klæðast því sem þeir fýla.

Nike sokkar við Adidas skó ekki málið

Er eitthvað no-go sem þér dettur í hug?

Mér finnst erfitt að svara þessu þar sem fólk er svo mismunandi og ekki allir sem hafa brennandi áhuga á tísku. En Nike sokkar við Adidas skó og öfugt er eitthvað sem ég spotta alltaf og finnst ekki alveg vera málið.

Hvaða merki myndiru segja að væru að koma sterkt inn?

Það eru mörg flott merki á uppleið en ég myndi segja að Jacquemus, Lemaire, Bode og Our Legacy séu efst á lista hjá mér núna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×