Fótbolti

Þórir skoraði sigurmark Lecce sem skellti sér á toppinn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Þórir Jóhann Helgason
Þórir Jóhann Helgason

Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason skoraði sigurmark Lecce gegn Spal í ítölsku B deildinni, Serie B, í dag. Þetta var jafnframt fyrsta mark hans fyrir félagið.

Þórir, sem kom til Lecce frá FH í fyrra hefur verið að gera góða hluti í vetur og verið mikið í byrjunarliði liðsins í undanförnum leikjum. Hann byraði þó á bekknum í dag en nýtti sér tækifærið þegar það kom.

Mark Þóris kom á 66. mínútu en það var Massimo Coda sem átti stoðsendinguna. Lecce er er eftir sigurinn í efsta sæti deildarinnar en Cremonese, sem á leik til góða, getur endurheimt toppsætið í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.