Tíska og hönnun

Ljós­myndarinn Pat­rick Demarcheli­er fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Patrick Demarchelier að lokinni tískusýningu í New York árið 2009.
Patrick Demarchelier að lokinni tískusýningu í New York árið 2009. EPA

Franski tískuljósmyndarinn Patrick Demarchelier er látinn, 78 ára að aldri.

Demarchelier myndaði á ferli sínum mikinn fjölda frægðarmenna, þeirra á meðal Díönu prinsessu, Beyoncé, Madonnu og Jennifer Lopez.

BBC segir frá því að Díana prinsessa hafi lýst Demarchelier sem „draumi“, en hann tók meðal annars myndirnar af prinsessunni sem birtust í desemberhefti tískutímaritsins Vogue árið 1991.

Demarchelier tók myndir af Díönu prinsessu sem birtust í Vogue árið 1991.Getty

Demarchelier vann jafnframt fyrir fjölda tískufataframleiðanda á borð við Dior, Chanel, Yves Saint Laurent, Tommy Hilfiger og Carolina Herrera.

Greint var frá andlátinu á Instagram-síðu Demarchelier.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.