Fylltu Hörpu af innfluttum áhorfendum þrjú kvöld í röð Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2022 19:11 Frá tónleikunum í Hörpu Aðsend mynd Hljómsveitin Umphrey‘s McGee fyllti Eldborgarsal í Hörpu af áhorfendum þrjú kvöld í röð um seinustu helgi. Fæstir hér á landi þekkja hljómsveitina en 1.500 Bandaríkjamenn lögðu leið sína til Íslands til að fylgjast með hljómsveitinni. Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins. Harpa Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins.
Harpa Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira