„Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 17:00 Duplantis-feðgarnir föðmuðust eftir að heimsmetið féll í Belgrad í gær. Getty7Michael Steele Armand Duplantis hélt áfram að heilla frjálsíþróttaheiminn um helgina með nýju heimsmeti í stangarstökki, og nú í fyrsta sinn fyrir framan föður sinn, Greg. Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira