„Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 17:00 Duplantis-feðgarnir föðmuðust eftir að heimsmetið féll í Belgrad í gær. Getty7Michael Steele Armand Duplantis hélt áfram að heilla frjálsíþróttaheiminn um helgina með nýju heimsmeti í stangarstökki, og nú í fyrsta sinn fyrir framan föður sinn, Greg. Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira