Beyglaði svanurinn lifir tiltölulega eðlilegu lífi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 21:00 Vöxturinn á hálsi svansins hefur valdið mörgum áhyggjum. vísir/óttar Bæklaður svanur hefur vanið komur sínar í tjörnina í Reykjavík. Við kíktum á svaninn, sem margir hafa áhyggjur af, og veltum upp hvað sé að honum með fuglafræðingi. Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar
Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira