Kyssti og knúsaði kæró en enn og aftur missti pabbi af öllu saman Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 09:00 Armand Duplantis faðmaði Desiré Inglander eftir að hafa komist yfir 6,19 metra í Serbíu í gær. Getty Sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis segir það hafa verið æðislegt að geta fagnað nýja heimsmetinu sínu í fyrsta sinn með kærustu sinni, fyrirsætunni Desiré Inglander. Það sé hins vegar leitt að pabbi hans hafi ekki verið viðstaddur þegar metið féll. Duplantis sló heimsmetið í stangastökki í þriðja sinn á ferlinum á móti í Serbíu í gær, með því að fara yfir 6,19 metra. Hann hafði áður slegið metið í tvígang árið 2020. Móðir Duplantis var viðstödd annað skiptið sem hann setti heimsmet en pabbi hans hefur misst af öllum þremur skiptunum. „Svolítið sorglegt fyrir hann“ „Það er svolítið sorglegt fyrir hann en hann ætlar að vera viðstaddur á HM svo þá verð ég bara að endurtaka leikinn!“ sagði Duplantis við hið sænska Aftonbladet í gær. HM innanhúss fer einmitt einnig fram í Serbíu, eftir tíu daga. Eftir að hafa komist yfir 6,19 metrana, sem Duplantis hafði beðið svo lengi eftir að ná, spratt hann til kærustunnar og fagnaði með kossum og faðmlögum. „Svo þú varst bara að hoppa yfir 6,19 metra en ég er lofthrædd?“ grínaðist Inglander á Instagram-síðu sinni og birti mynd af sér með Duplantis. View this post on Instagram A post shared by Desire Inglander (@desireinglander) „Það var fullkomið,“ sagði Duplantis í gær um að hafa getað fagnað heimsmetinu með kærustunni sinni. „Maður vill geta fagnað með þeim sem standa manni næst. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni, það eru þau sem að styðja mann mest og maður vill svo mikið gera þau stolt. Maður vill bjóða þeim upp á sýningu og ég er svo glaður yfir að Desiré skyldi fá að sjá þetta,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Duplantis sló heimsmetið í stangastökki í þriðja sinn á ferlinum á móti í Serbíu í gær, með því að fara yfir 6,19 metra. Hann hafði áður slegið metið í tvígang árið 2020. Móðir Duplantis var viðstödd annað skiptið sem hann setti heimsmet en pabbi hans hefur misst af öllum þremur skiptunum. „Svolítið sorglegt fyrir hann“ „Það er svolítið sorglegt fyrir hann en hann ætlar að vera viðstaddur á HM svo þá verð ég bara að endurtaka leikinn!“ sagði Duplantis við hið sænska Aftonbladet í gær. HM innanhúss fer einmitt einnig fram í Serbíu, eftir tíu daga. Eftir að hafa komist yfir 6,19 metrana, sem Duplantis hafði beðið svo lengi eftir að ná, spratt hann til kærustunnar og fagnaði með kossum og faðmlögum. „Svo þú varst bara að hoppa yfir 6,19 metra en ég er lofthrædd?“ grínaðist Inglander á Instagram-síðu sinni og birti mynd af sér með Duplantis. View this post on Instagram A post shared by Desire Inglander (@desireinglander) „Það var fullkomið,“ sagði Duplantis í gær um að hafa getað fagnað heimsmetinu með kærustunni sinni. „Maður vill geta fagnað með þeim sem standa manni næst. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni, það eru þau sem að styðja mann mest og maður vill svo mikið gera þau stolt. Maður vill bjóða þeim upp á sýningu og ég er svo glaður yfir að Desiré skyldi fá að sjá þetta,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira