Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 14:42 Óvíst er hve margir flóttamenn frá Úkraínu sæki til Íslands eftir skjóli. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir. Talið er að ein milljón Úkraínumanna sé þegar á flótta eftir innrás Rússa í landið sem hófst fyrir rúmri viku. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með innanríkisráðherrum ríkja Evrópusambandsins í gær. Þar varð niðurstaðan að þjóðirnar myndu virkja ákvæði til að auðvelda flóttafólki að finna sér tímabundinn samastað. „Þetta eru sérstakar aðstæður sem kallast fjöldaflótti. Við erum auðvitað þegar farin að sjá að það slagar upp í milljón, tala flóttafólks frá Úkraínu. Það þýðir í raun að þessum almennu ferlum er vikið til hliðar og við gerum ráð fyrir að taka á móti því fólki samkvæmt þessu ákvæði um fólk á flótta.“ Snorri Másson ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fólkið geti svo í framhaldinu sótt um varanlegt dvalarleyfi þegar fram líði stundir. „Já, að sjálfsögðu. Þetta er þá tímabundið leyfi. Það er þannig að þetta eru einstakar aðstæður í Evrópu. Það er samhljómur. Svo voru að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Gerum ráð fyrir því að ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta.“ Þá var Katrín spurð út í stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins NATO. „Atlantshafsbandalagið byggir á þeirri forsendu að ef ráðist er á eitt ríki innan bandalagsins þá sé brugðist við því, því til varnar. Nú er Úkraína ekki innan bandalagsins og það er ástæðan fyrir því að Atlantshafsbandalagið hefur ekki beitt sér á sviði hernaðar. Það sem Atlantshafsbandalagið hefur verið að gera er að styrkja varnir bandalagsríkjanna, sérstaklega í austurhluta bandalagsins. Það hefur verið stefna þess hingað til í þessu máli.“ Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Talið er að ein milljón Úkraínumanna sé þegar á flótta eftir innrás Rússa í landið sem hófst fyrir rúmri viku. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með innanríkisráðherrum ríkja Evrópusambandsins í gær. Þar varð niðurstaðan að þjóðirnar myndu virkja ákvæði til að auðvelda flóttafólki að finna sér tímabundinn samastað. „Þetta eru sérstakar aðstæður sem kallast fjöldaflótti. Við erum auðvitað þegar farin að sjá að það slagar upp í milljón, tala flóttafólks frá Úkraínu. Það þýðir í raun að þessum almennu ferlum er vikið til hliðar og við gerum ráð fyrir að taka á móti því fólki samkvæmt þessu ákvæði um fólk á flótta.“ Snorri Másson ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fólkið geti svo í framhaldinu sótt um varanlegt dvalarleyfi þegar fram líði stundir. „Já, að sjálfsögðu. Þetta er þá tímabundið leyfi. Það er þannig að þetta eru einstakar aðstæður í Evrópu. Það er samhljómur. Svo voru að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Gerum ráð fyrir því að ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta.“ Þá var Katrín spurð út í stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins NATO. „Atlantshafsbandalagið byggir á þeirri forsendu að ef ráðist er á eitt ríki innan bandalagsins þá sé brugðist við því, því til varnar. Nú er Úkraína ekki innan bandalagsins og það er ástæðan fyrir því að Atlantshafsbandalagið hefur ekki beitt sér á sviði hernaðar. Það sem Atlantshafsbandalagið hefur verið að gera er að styrkja varnir bandalagsríkjanna, sérstaklega í austurhluta bandalagsins. Það hefur verið stefna þess hingað til í þessu máli.“
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira