Úkraínsk tenniskona sló út Rússa og gefur úkraínska hernum allt verðlaunaféð sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 15:00 Elina Svitolina fagnar sigri á þeirri rússnesku með táknrænum hætti. AP/ Úkraínska tenniskonan Elina Svitolina vann Rússann Anastasiu Potapovu á móti í Mexíkó sem er hluti af heimsmótaröðinni í tennis. Hún segir þetta hafa verið stóran sigur fyrir sig en um tíma ætlaði hún ekki að mæta til leiks. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir helgi með öllum þeim hörmungum sem slíkt hefur í för með sér fyrir úkraínsku þjóðina. Úkraínumenn ætla að verja landið sitt og Svitolina vann táknrænan sigur hinum megin við Atlantshafið. Svitolina vann Potapovu örugglega 6-2 og 6-1 á þessu Opna Monterrey tennismóti. Ukraine's Elina Svitolina thrashed Russian Anastasia Potapova at the Monterrey Open, after deciding she could do more for her country by playing than boycotting.— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2022 Hún hafði áður sagt að hún myndi ekki spila á móti Rússa eða Hvít-Rússa en breytti um skoðun þegar Alþjóðatennissambandið ákvað að Rússar mættu ekki keppa undir nafni eða fána þjóðar sinnar. Svitolina varð þá sannfærð um að hún gerði meira fyrir þjóð sína að vinna leikinn. „Leikurinn í dag var mjög sérstakur fyrir mig. Ég er mjög leið yfir öllu því sem er í gangi en ég er ánægð að fá að spila tennis hér. Ég var einbeitt og sinnti þessu sem sendiför fyrir þjóð mína,“ sagði Elina Svitolina. Words of thanks from @ElinaSvitolina pic.twitter.com/YcnKu6ff95— wta (@WTA) March 2, 2022 „Það er mitt verkefni að sameinaða allt tennissamfélagið að baki Úkraínu og fá alla til að hjálpa Úkraínumönnum því úkraínska fólkið er að fara í gegnum algjöran hrylling. Ég er hér til að keppa fyrir þjóð mína og geri mitt besta til að nýta þennan vettvang til að fá fólk til að styðja við bakið á Úkraínu,“ sagði Svitolina. Svitolina ætlar líka að gefa úkraínska hernum allt verðlaunafé sitt frá mótinu. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir helgi með öllum þeim hörmungum sem slíkt hefur í för með sér fyrir úkraínsku þjóðina. Úkraínumenn ætla að verja landið sitt og Svitolina vann táknrænan sigur hinum megin við Atlantshafið. Svitolina vann Potapovu örugglega 6-2 og 6-1 á þessu Opna Monterrey tennismóti. Ukraine's Elina Svitolina thrashed Russian Anastasia Potapova at the Monterrey Open, after deciding she could do more for her country by playing than boycotting.— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2022 Hún hafði áður sagt að hún myndi ekki spila á móti Rússa eða Hvít-Rússa en breytti um skoðun þegar Alþjóðatennissambandið ákvað að Rússar mættu ekki keppa undir nafni eða fána þjóðar sinnar. Svitolina varð þá sannfærð um að hún gerði meira fyrir þjóð sína að vinna leikinn. „Leikurinn í dag var mjög sérstakur fyrir mig. Ég er mjög leið yfir öllu því sem er í gangi en ég er ánægð að fá að spila tennis hér. Ég var einbeitt og sinnti þessu sem sendiför fyrir þjóð mína,“ sagði Elina Svitolina. Words of thanks from @ElinaSvitolina pic.twitter.com/YcnKu6ff95— wta (@WTA) March 2, 2022 „Það er mitt verkefni að sameinaða allt tennissamfélagið að baki Úkraínu og fá alla til að hjálpa Úkraínumönnum því úkraínska fólkið er að fara í gegnum algjöran hrylling. Ég er hér til að keppa fyrir þjóð mína og geri mitt besta til að nýta þennan vettvang til að fá fólk til að styðja við bakið á Úkraínu,“ sagði Svitolina. Svitolina ætlar líka að gefa úkraínska hernum allt verðlaunafé sitt frá mótinu.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti